Segir viðbrögð fjölmiðla til skammar Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 15:00 Erik ten Hag fer yfir málin mðe Bruno Fernandes á Wembley á sunnudaginn. Getty/Richard Heathcote Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, telur umfjöllun fjölmiðla hafa verið til skammar eftir að liðið sló út B-deildarlið Coventry í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira