Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 11:55 Narendra Modi hefur verið forsætisráðherra Indlands í áratug. Hann hefur gert hindúska þjóðernishyggju að ríkjandi hugmyndafræði í landinu á kostað ýmissa minnihlutahópa, sérstaklega múslima. AP/Rajesh Kumar Singh Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum. Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58