Enski boltinn

Antony gagn­rýndur fyrir fagnið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antony fagnar fyrir framan leikmenn Coventry City.
Antony fagnar fyrir framan leikmenn Coventry City.

Brasilíumaðurinn Antony hefur víða verið gagnrýndur fyrir það hvernig hann fagnaði sigri Manchester United á Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær.

United vann Coventry í vítaspyrnukeppni eftir leikurinn endaði með 3-3 jafntefli. Rauðu djöflarnir komust í 3-0 en B-deildarliðið gafst ekki upp, jafnaði og var svo hársbreidd frá því að skora sigurmark í lok framlengingar en það var dæmt af vegna rangstöðu.

United tryggði sér svo sigur í vítakeppni. Eftir að Rasmus Højlund skoraði úr síðustu spyrnu Manchester-liðsins hljóp Antony að leikmönnum Coventry og fagnaði fyrir framan þá.

Fagn Brassans mæltist ekki alltaf staðar vel fyrir og margir hafa gagnrýnt hann. Meðal þeirra er Clinton Morrison, fyrrverandi leikmaður Coventry. 

„Hann verður að einbeita sér að sjálfum sér því hann gæti spilað í B-deildinni á næsta tímabili,“ sagði Morrison á BBC.

Antony hefur ekki átt gott tímabil með United. Hann hefur þó reynst liðinu mikilvægur í bikarkeppninni en hann skoraði meðal í sigrinum dramatíska á Liverpool í átta liða úrslitum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×