Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 18:21 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel. Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel.
Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira