Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 18:21 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel. Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel.
Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira