Enski boltinn

Jóhann Berg skoraði í lífs­nauð­syn­legum sigri Burnl­ey

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Getty/ Stu Forster

Burnley og Brentford unnu bæði mikilvæga sigra í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Brentford fjarlægðist fallsætin en Burnley mátti alls ekki tapa þessum leik.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fjórða mark Burnley innan við mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Þetta var fyrsta mark Jóhanns á tímabilinu og það fyrsta hjá honum í ensku úrvalsdeildinni síðan í febrúar 2021.

Burnley vann þarna lífsnauðsynlegan 4-1 útisigur á botnliði Sheffield United en Brentford vann á sama tíma 5-1 útisigur á Luton.

Jacob Bruun Larsen og Lorenz Assignon komu Burnley í 2-0 í fyrri hálfleiknum en Gustavo Hamer minnkaði muninn eftir sjö mínútna leik í þeim síðari. Lyle Foster skoraði þriðja markið sex mínútum síðar eftir sendingu Assignon.

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði aðeins nokkrum sekúndum síðar.

Brentford vann 4-0 stórsigur á Luton. Yoane Wissa skoraði tvisvar sinnum i fyrri hálfleiknum og í þeim síðari bættu þeir Ethan Pinnock, Keane Lewis-Potter og Kevin Schade við mörkum. Luton minnkaði muninn undir lokin með marki Luke Berry.

Burnley er þar með komið með 23 stig og er bara tveimur stigum á eftir Luton. Það eru aftur á móti þrjú stig í Nottingham Forest sem situr í síðasta örugga sætinu og á auki leik inni á bæði Burnley og Luton.

Brenford er tíu stigum frá fallsæti eftir sigur sinn á Luton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×