Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2024 09:58 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að sjá til enn að sinni, með framboð sitt. Hún hefur fulla trú á að hún eigi erindi. vísir/vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. „Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Hvað getur maður sagt? Þessir lokametrar. Vika er langur tími í pólitík,“ segir Helga Þórisdóttir. En það er að koma á daginn að hún er ekki eins þekkt meðal almennings og hún hugði. Það segja skoðanakannanir. Helga er að átta sig á því að hún er óþekkti embættismaðurinn. Sem þýðir að hún á við mótsagnakennd atriði að eiga. Segist jarðtengd en ætlar að reyna enn um sinn „Þetta er klemma. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða og er alveg róleg í eigin skinni. Ég þoli þetta og kannski gerist kraftaverk. Kannski fer fólk að hlusta á mig,“ segir Helga. En hún hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá skoðanakönnunum. En koma tímar, koma ráð. Helga hefur átt í vandræðum með að ná inn undirskriftum en það tekur hins vegar kipp um leið og hún fer út á meðal fólks. „Þess vegna er ég í þessu. Og ætla að halda ögn áfram. Mitt hjarta segir það líka. Ég er með fullkomna jarðtengdingu, er krabbi, í vatnsmerkinu og átta mig á því að staðan gæti verið betri. En ég er bara fullviss um og trúi á mína þekkingu og ætla að reyna ögn áfram. Hvort íslenska þjóðin átti sig ekki á dömunni. sjáum hvað setur, aðeins í viðbót.“ Helga segist að upplagi hógvær og það sé ekki alveg í hennar eðli að trana sér fram. En hún telur sig geta sinnt forsetaembættinu uppá tíu plús og hennar fólk hefur bent henni á að þær kannanir sem hafa verið kynntar, en þar er hún ekki að ríða feitum hesti frá, geti verið óáreiðanlegar. Og hún á við óvænt mótsagnakennd atriði að stríða. Hún er óþekkti embættismaðurinn „Ég er vonandi með nógu sterk bein og ég á góða að. En ást mín á íslensku samfélagi hefur alltaf verið mitt mottó í lífinu. Ég er greinilega þessi óþekkti embættismaður. Og opinberi geirinn sem þekkir mig þarf að gæta hlutleysis.“ Helga er nú að átta sig á því að það að vera forstjóri Persónuverndar, lögfræðingur í 29 ár í opinbera geiranum, er ekki endilega ákjósanlegt þegar þekktasti grínisti landsins og sjálfur forsætisráðherra bjóða sig fram. Vísir heldur áfram að fylgjast með forsetakjörinu og í dag klukkan eitt verður á dagskrá Pallborð þar sem þrír af þeim fjórum sem efstir eru í könnunum takast á, þau Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 18. apríl 2024 21:01
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06