Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:51 Fulltrúar Kennedy-ættarinnar kynna Joe Biden á kosningafundi í Fíladelfíu í dag. AP/Alex Brandon Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28