Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:51 Fulltrúar Kennedy-ættarinnar kynna Joe Biden á kosningafundi í Fíladelfíu í dag. AP/Alex Brandon Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28