Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. apríl 2024 22:20 Booker fékk ágætis högg á viðkvæman stað. Vísir/Hulda Margrét Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. „Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum