Curry reyndi að fá Clark til Under Armour en Nike hafði betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2024 15:00 Caitlin Clark á toppi Empire State byggingarinnar í New York. getty/Roy Rochlin Körfuboltakonan Caitlin Clark mun skrifa undir nýjan risa skósamning við Nike. Hún fær sinn eigin einkennisskó hjá Nike. Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí. WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira
Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí.
WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira