Uppgjörið: Valur - Höttur 94-74 | Valsmenn taka forystuna í einvíginu Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. apríl 2024 21:00 Mynd úr síðasta leik liðanna á Egilsstöðum. Gunnar Gunnarsson / Austurfrétt Valur vann 94-74 gegn Hetti í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Liðin höfðu unnið sitt hvorn leikinn fyrir þennan, Valur þann fyrsta á Hlíðarenda og Höttur vann annan leikinn fyrir austan. Staðan í einvíginu er því núna 2-1 Valsmönnum í vil. Í leik kvöldsins mætti Hattarliðið stútfullt af orku og ákefð eftir sigurinn í síðasta leik. Greinilegt að þeir ætluðu sér ekki að verða undir í baráttunni við ógnarsterkt Valslið. Gestirnir voru fastir fyrir en kannski ekki alltaf með einbeitinguna á réttum stað og Valsmenn komust fljótt tíu stigum yfir í upphafi. Þjálfari Hattar tók þá leikhlé og heyrði yfir sínum mönnum. Hvað hann sagði veit ég ekki, en það virkaði vel. Liðið fór að spila betri vörn og skarpari sóknarleik. Þannig þróaðist þetta í afar jafnan og spennandi fyrri hálfleik, góður hraði á köflum og alltaf mikil harka hjá báðum liðum. Undir lok hálfleiksins og í byrjun seinni hálfleiks döðruðu gestirnir við forystuna og komust tvívegis yfir en tókst aldrei að taka almennilega stjórn á leiknum. Það fjaraði svo allverulega undan þeim þegar líða fór á leikinn. Höttur gat ekki haldið þessari miklu orku uppi endalaust og nokkrir leikmenn liðsins lentu í villuvandræðum. Valsmenn héldu dampi og juku sífellt við forystu sína, sem varð að endingu að 20 stiga sigri, 94-74. Atvik leiksins David Guardia Ramos var vísað út úr húsi í öðrum leikhluta. Var í baráttu án boltans við Frank Booker sem gaf honum lúmskt olnbogaskot. Ramos svaraði fyrir sig með pungsparki. Fólskubrot, óíþróttamannsleg hegðun og Ramos rekinn af velli. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stjörnur og skúrkar Kristinn Pálsson svaraði vel eftir slakan leik síðast, þrír þristar og 23 stig samtals. Taiwo Badmus átti frekar slakan leik sóknarlega en var gríðarlega mikilvægur varnarlega og í fráköstum. Frank Booker á líka hrós skilið, bæði fyrir frammistöðuna og svo tókst honum að fara alveg svakalega í taugarnar á gestunum, mikilvægt hlutverk í úrslitakeppni. Skúrkur kvöldsins er auðvitað David Guardia Ramos fyrir fáránlegt pungspark á Frank Booker. Það sást alveg að Booker var eitthvað að bögga hann en svona svarar maður ekki fyrir sig. Hefði Ramos ekki verið rekinn út hefði Nemanja Knezevic án efa orðið fyrir valinu. Slök skotnýting og missti boltann margoft frá sér, þurfti svo sjálfur að sitja síðustu mínúturnar vegna of margra brota. Dómarar Tríóið hélt bara nokkuð vel utan um flauturnar í kvöld, þó Hattarmenn verði ábyggilega ósammála mér í því. Höttur mætti af miklum krafti inn í þennan leik og spilaði fastan og grófan varnarleik. Leikmenn og þjálfarar furðuðu sig oft á ákvörðunum dómara og virtust ósáttir. En málið er einfalt, ef þú spilar fast þá færðu margar villur dæmdar á þig. Auðvitað risastór ákvörðun líka að reka Ramos af velli, en rétt dæmt. Hefðu kannski átt að henda Booker út í leiðinni reyndar. Heilt yfir: 9/10. Alltaf eitthvað hægt að gera betur. Stemning og umgjörð Það var þokkalega vel mætt á Hlíðarenda. TikTok stjarnan Egill Breki Scheving var vallarþullur og þeytti skífum fyrir gesti. Gestirnir fylltu sinn hluta stúkunnar og rúmlega það, létu vel í sér heyra með trommum og klöppum og hvöttu Hattarliðið til dáða. Heimamenn voru öllu hljóðlátari, nokkrir herramenn sem reyndu að halda stuðinu uppi með trommuslætti en þeir sátu langt frá megninu af fólki og uppskáru lítil læti, nema undir lokin auðvitað þegar sigurinn var svo gott sem kominn. Að venju hér á Hlíðarenda voru leikskýrslur ekki prentaðar og okkur blaðasnápunum ekki boðnar neinar veitingar. Fyrirgaf það í allan vetur en það er skömm að hækka rána ekkert í úrslitakeppninni. Viðtöl „Gerðum betur í að treysta hvorum öðrum en í síðasta leik“ Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sína menn og fannst frammistaðan öllu betri en síðast.Vísir / Hulda Margrét „Ánægður að ná yfirhöndinni. Tuttugu stig, eitt stig, skiptir ekki máli, bara að ná sigrinum. Nú þurfum við að sýna betri frammistöðu á Egilsstöðum en síðast“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Eftir erfiðan leik á Egilsstöðum mætti liðið betur búið í kvöld. Ánægjuefni fyrir þjálfarann sem sagði leikinn í kvöld nákvæmlega eins og leikir í úrslitakeppni eiga að vera. „Miklu betri en síðast. Orkustigið betra og margt gott, en margt sem við getum gert betur. Þetta var ekta úrslitakeppnisleikur og barist hart um allt. Það er nákvæmlega svona sem úrslitakeppnin á að vera.“ Höttur mætti af hörku inn í þennan leik og spilaði nokkuð gróft í upphafi. Valsliðið varð ekki undir og stóð stælt gegn gestunum. „Við ætluðum okkur aldrei að verða undir í neinni baráttu og erum með þannig lið. Gott að fá framlag úr mörgum áttum. Gott að sjá að við gerðum betur í að treysta hvorum öðrum en í síðasta leik.“ Hvað ætlar Valur svo að gera í næsta leik? „Reyna að vinna“ var svar Finns við þeirri einföldu spurningu. Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í síðasta leik. Gunnar Gunnarsson / Austurfrétt „Bara svekktur. Svekktur að hafa ekki náð að hrista betur upp í þessu en við förum á Egilsstaði næst og ætlum að koma aftur hingað“ sagði hálf-raddlaus Viðar Örn fljótlega eftir leik. Viðar og hans menn voru ekki sáttir við allar ákvarðanir dómara. David Ramos var rekinn af velli í fyrri hálfleik og fjölmargir leikmenn liðsins lentu svo í villuvandræðum. „Það var eitthvað sem gekk á milli hans og Booker. Ég sé þetta ekki nákvæmlega og dómararnir segjast fullvissir um þetta. Mér finnst bara lélegt að það sé ekki video-aðstaða þannig að dómararnir geti horft á þetta. Það á bara að vera í deildinni, í öllum húsunum, léleg aðstaða hvað þetta varðar. Þeir flautuðu mikið á bæði lið, auðvitað er mikið undir og allt það. En já, mér fannst þeir aðeins bogna undan kvartinu í landsliðsmönnunum þeirra. Þeir bognuðu þar og þetta var örugglega erfiður leikur að dæma. En við bognuðum líka og þetta var ekki dómurunum að kenna, höfðum ekki góð tök á leiknum hérna undir lokin“ Höttur er nú undir í einvíginu en ætlar sér að sækja sigur í næsta leik og snúa aftur á Hlíðarenda í oddaleik. „Við þurfum bara að herða vörnina og finna betri leiðir sóknarlega seint í leiknum. Við verðum klárir á Egilsstöðum, munum knýja fram sigur og koma aftur hingað“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Valur Höttur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. 18. apríl 2024 22:20
Valur vann 94-74 gegn Hetti í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Liðin höfðu unnið sitt hvorn leikinn fyrir þennan, Valur þann fyrsta á Hlíðarenda og Höttur vann annan leikinn fyrir austan. Staðan í einvíginu er því núna 2-1 Valsmönnum í vil. Í leik kvöldsins mætti Hattarliðið stútfullt af orku og ákefð eftir sigurinn í síðasta leik. Greinilegt að þeir ætluðu sér ekki að verða undir í baráttunni við ógnarsterkt Valslið. Gestirnir voru fastir fyrir en kannski ekki alltaf með einbeitinguna á réttum stað og Valsmenn komust fljótt tíu stigum yfir í upphafi. Þjálfari Hattar tók þá leikhlé og heyrði yfir sínum mönnum. Hvað hann sagði veit ég ekki, en það virkaði vel. Liðið fór að spila betri vörn og skarpari sóknarleik. Þannig þróaðist þetta í afar jafnan og spennandi fyrri hálfleik, góður hraði á köflum og alltaf mikil harka hjá báðum liðum. Undir lok hálfleiksins og í byrjun seinni hálfleiks döðruðu gestirnir við forystuna og komust tvívegis yfir en tókst aldrei að taka almennilega stjórn á leiknum. Það fjaraði svo allverulega undan þeim þegar líða fór á leikinn. Höttur gat ekki haldið þessari miklu orku uppi endalaust og nokkrir leikmenn liðsins lentu í villuvandræðum. Valsmenn héldu dampi og juku sífellt við forystu sína, sem varð að endingu að 20 stiga sigri, 94-74. Atvik leiksins David Guardia Ramos var vísað út úr húsi í öðrum leikhluta. Var í baráttu án boltans við Frank Booker sem gaf honum lúmskt olnbogaskot. Ramos svaraði fyrir sig með pungsparki. Fólskubrot, óíþróttamannsleg hegðun og Ramos rekinn af velli. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stjörnur og skúrkar Kristinn Pálsson svaraði vel eftir slakan leik síðast, þrír þristar og 23 stig samtals. Taiwo Badmus átti frekar slakan leik sóknarlega en var gríðarlega mikilvægur varnarlega og í fráköstum. Frank Booker á líka hrós skilið, bæði fyrir frammistöðuna og svo tókst honum að fara alveg svakalega í taugarnar á gestunum, mikilvægt hlutverk í úrslitakeppni. Skúrkur kvöldsins er auðvitað David Guardia Ramos fyrir fáránlegt pungspark á Frank Booker. Það sást alveg að Booker var eitthvað að bögga hann en svona svarar maður ekki fyrir sig. Hefði Ramos ekki verið rekinn út hefði Nemanja Knezevic án efa orðið fyrir valinu. Slök skotnýting og missti boltann margoft frá sér, þurfti svo sjálfur að sitja síðustu mínúturnar vegna of margra brota. Dómarar Tríóið hélt bara nokkuð vel utan um flauturnar í kvöld, þó Hattarmenn verði ábyggilega ósammála mér í því. Höttur mætti af miklum krafti inn í þennan leik og spilaði fastan og grófan varnarleik. Leikmenn og þjálfarar furðuðu sig oft á ákvörðunum dómara og virtust ósáttir. En málið er einfalt, ef þú spilar fast þá færðu margar villur dæmdar á þig. Auðvitað risastór ákvörðun líka að reka Ramos af velli, en rétt dæmt. Hefðu kannski átt að henda Booker út í leiðinni reyndar. Heilt yfir: 9/10. Alltaf eitthvað hægt að gera betur. Stemning og umgjörð Það var þokkalega vel mætt á Hlíðarenda. TikTok stjarnan Egill Breki Scheving var vallarþullur og þeytti skífum fyrir gesti. Gestirnir fylltu sinn hluta stúkunnar og rúmlega það, létu vel í sér heyra með trommum og klöppum og hvöttu Hattarliðið til dáða. Heimamenn voru öllu hljóðlátari, nokkrir herramenn sem reyndu að halda stuðinu uppi með trommuslætti en þeir sátu langt frá megninu af fólki og uppskáru lítil læti, nema undir lokin auðvitað þegar sigurinn var svo gott sem kominn. Að venju hér á Hlíðarenda voru leikskýrslur ekki prentaðar og okkur blaðasnápunum ekki boðnar neinar veitingar. Fyrirgaf það í allan vetur en það er skömm að hækka rána ekkert í úrslitakeppninni. Viðtöl „Gerðum betur í að treysta hvorum öðrum en í síðasta leik“ Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sína menn og fannst frammistaðan öllu betri en síðast.Vísir / Hulda Margrét „Ánægður að ná yfirhöndinni. Tuttugu stig, eitt stig, skiptir ekki máli, bara að ná sigrinum. Nú þurfum við að sýna betri frammistöðu á Egilsstöðum en síðast“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Eftir erfiðan leik á Egilsstöðum mætti liðið betur búið í kvöld. Ánægjuefni fyrir þjálfarann sem sagði leikinn í kvöld nákvæmlega eins og leikir í úrslitakeppni eiga að vera. „Miklu betri en síðast. Orkustigið betra og margt gott, en margt sem við getum gert betur. Þetta var ekta úrslitakeppnisleikur og barist hart um allt. Það er nákvæmlega svona sem úrslitakeppnin á að vera.“ Höttur mætti af hörku inn í þennan leik og spilaði nokkuð gróft í upphafi. Valsliðið varð ekki undir og stóð stælt gegn gestunum. „Við ætluðum okkur aldrei að verða undir í neinni baráttu og erum með þannig lið. Gott að fá framlag úr mörgum áttum. Gott að sjá að við gerðum betur í að treysta hvorum öðrum en í síðasta leik.“ Hvað ætlar Valur svo að gera í næsta leik? „Reyna að vinna“ var svar Finns við þeirri einföldu spurningu. Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í síðasta leik. Gunnar Gunnarsson / Austurfrétt „Bara svekktur. Svekktur að hafa ekki náð að hrista betur upp í þessu en við förum á Egilsstaði næst og ætlum að koma aftur hingað“ sagði hálf-raddlaus Viðar Örn fljótlega eftir leik. Viðar og hans menn voru ekki sáttir við allar ákvarðanir dómara. David Ramos var rekinn af velli í fyrri hálfleik og fjölmargir leikmenn liðsins lentu svo í villuvandræðum. „Það var eitthvað sem gekk á milli hans og Booker. Ég sé þetta ekki nákvæmlega og dómararnir segjast fullvissir um þetta. Mér finnst bara lélegt að það sé ekki video-aðstaða þannig að dómararnir geti horft á þetta. Það á bara að vera í deildinni, í öllum húsunum, léleg aðstaða hvað þetta varðar. Þeir flautuðu mikið á bæði lið, auðvitað er mikið undir og allt það. En já, mér fannst þeir aðeins bogna undan kvartinu í landsliðsmönnunum þeirra. Þeir bognuðu þar og þetta var örugglega erfiður leikur að dæma. En við bognuðum líka og þetta var ekki dómurunum að kenna, höfðum ekki góð tök á leiknum hérna undir lokin“ Höttur er nú undir í einvíginu en ætlar sér að sækja sigur í næsta leik og snúa aftur á Hlíðarenda í oddaleik. „Við þurfum bara að herða vörnina og finna betri leiðir sóknarlega seint í leiknum. Við verðum klárir á Egilsstöðum, munum knýja fram sigur og koma aftur hingað“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Valur Höttur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. 18. apríl 2024 22:20
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22
Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. 18. apríl 2024 22:20
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum