Lífeyrissjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut
![Ljóst er að afstaða íslensku lífeyrissjóðanna til væntanlegs yfirtökutilboðs JBT mun ráða talsverðu um hvort það takist að afla nægjanlega mikils stuðnings – að lágmarki 90 prósent af útistandandi hlutafé – svo samruninn verði samþykktur.](https://www.visir.is/i/7922B5375E3CD0C634CD3B6A7E2FB82742C09085E4A187E52D8A7F7889EE266E_713x0.jpg)
Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/B286EABE3ED3F37E3D6890A86D6E776538A260B9A5A43ECAEBC2DE3ADB3E3317_308x200.jpg)
Ólík stemning á mörkuðum leiðir til að gengi Marels og JBT helst ekki í hendur
Ólík gengisþróun Marels og John Bean Technologies (JBT) frá þriðja mögulega yfirtökutilboði bandaríska matvælatæknifyrirtækisins í það íslenska um miðjan janúar helgast af ólíkri þróun hlutabréfamarkaða, segir hlutabréfagreinandi. Marel hefur lækkað um ellefu prósent á síðustu tveimur mánuðum en JBT um tvö prósent á sama tíma.
![](https://www.visir.is/i/64B6C9A314289C40E032A34067E2316E00D9372C4D04B0F1A13A3D06E6B1E454_308x200.jpg)
Samruni Marels og JBT er skynsamlegur en áhætta felst í samþættingu
Samruni Marels og John Bean Technologies (JBT) er skynsamlegur og getur skapað verulegt virði fyrir hluthafa til langs tíma. Samþætting fyrirtækjanna er þó áhættuþáttur, einkum í ljósi rekstrarvanda sem Marel hefur glímt við að undanförnu, segir í greiningu bandaríska fjármálafyrirtækisins Baird.
![](https://www.visir.is/i/A86EA0F1A92898CBB4BCE70BB71A1D645105FF918298135428E5E81A85907A88_308x200.jpg)
ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn
Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.
![](https://www.visir.is/i/E724F2FE4D0B4B1F8AB74912C8AD91AA1A1F002FA4BB292457E4F0FCE8DAD258_308x200.jpg)
Arion freistar þess að selja um tíu prósenta hlut bankans í Eyri Invest
Arion leitar nú að áhugasömum fjárfestum til að kaupa allan eignarhlut bankans í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti hluthafi Marel sem á núna í formlegum viðræðum um samruna við John Bean Technologies. Þrír mánuðir eru síðan Arion leysti til sín samanlagt nálægt tíu prósenta hlut sem var áður í eigu feðganna Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóra Marel, og Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eyris í meira en tvo áratugi, en Árni Oddur leitar nú leiða til að komast að nýju yfir þau bréf í gegnum nýtt fjárfestingafélag sem hann fer fyrir.
![](https://www.visir.is/i/3EF2B5B31FB93361F277ED40A6A2016709AB8F1C383E15D93CB5E0BCFE5B96A2_308x200.jpg)
Sótti yfir tvo milljarða frá fjárfestum og greiddi upp skuldir við Landsbankann
Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marel til tíu ára, hefur klárað fjármögnun upp á vel yfir tvo milljarða króna frá hópi einkafjárfesta og um leið gert upp skuldir sínar við Landsbankann. Hann verður með minnihluta í nýju fjárfestingafélagi sem heldur utan um stóran hlut í Eyri Invest.