„Ég fæ það of fljótt, hvað get ég gert?“ Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 16. apríl 2024 20:01 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir Þó nokkrir karlmenn hafa sent mér spurningar sem á einn eða annan hátt snéru að því að fá fullnægingu of fljótt eða of brátt sáðlát. Áður en skoðað er hvað sé hægt að gera við því, er gott að staldra aðeins við og pæla hvenær „réttur tími” sé í raun til að fá sáðlát. Skortur á kynfræðslu hefur því miður leitt til þess að alls konar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar kemur að kynlífi og hugmyndir um sáðlát eru ekkert út undan þar. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Allskonar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar það kemur að kynlífi. Vísir/Getty Alls konar þættir hafa áhrif á hversu fljótt fólk fær fullnægingu og sáðlát, rannsóknir benda til að meðaltalið sé um 5-7 mínútur. Munum þó að meðaltal er enginn heilagur sannleikur, það er ekkert annað en stærðfræði þar sem verið var að einfalda gögn og segir okkur yfirleitt á hvaða róli flestir eru. Þá var tímalengdin hjá þeim sem tóku þátt í þessari rannsókn allt frá minna en einni mínútu og upp í hálftíma. Skilgreiningin á „of bráðu sáðláti” er líka heldur þröng, á meðan það eru um 20-30% sem hafa áhyggjur af því að upplifa of brátt sáðlát, þá eru bara um 1-3% sem uppfylla skilyrðin um brátt sáðlát. Þau skilyrði eru mismunandi eftir hvern þú spyrð, en samkvæmt DSM-5 eru það: Alltaf eða nánast alltaf (75-100%) kynferðislegra athafna fær einstaklingurinn sáðlát innan við einni mínútu eftir samfarir í leggöng og áður en einstaklingurinn óskar þess. Hefur verið viðvarandi vandi í að minnsta kosti sex mánuði. Vandinn getur ekki verið útskýrður vegna geðræns vanda (sem er ekki kynferðislegur), sjúkdóms, aukaverkana lyfja, alvarlegs sambandsvanda eða annara streituþátta í lífinu. Þá getur vandinn að hafa of brátt sáðlát alltaf hafa verið til staðar hjá viðkomandi eða hefur þróast með tímanum. Það telst þá tæknilega ekki vera vandamál ef of brátt sáðlát á sér stað einstaka sinnum. Ef menn hafa ekki stundað kynlíf í langan tíma getur verið eðlilegt að fullnægingin komi fyrr og á styttri tíma. Ef þér finnst þetta samt vera gerast of hratt, er sannleikurinn sá að tíminn er samt alls ekkert utan marka. Til dæmis ef þér finnst að þú ættir að geta enst í klukkutíma, en færð sáðlát eftir 20 mínútur, telst það ekki vera vandi. En hvað er þá til ráða? Ef þú hefur leitað til læknis og hefur útilokað ofangreinda þætti sem gætu verið útskýringar á vandanum, þá er hægt að prófa nokkur ráð heima. Í fyrsta lagi myndi ég segja fræðsla, fræðsla, fræðsla! Það er gott að hugsa hvað sé að valda vanlíðan tengdri sáðlátinu, sama hvort slíkt myndi falla undir skilgreininguna á því að vera of brátt, en kannski ert það bara þú sem finnst það vera of brátt. Eru það hugmyndirnar þínar um kynlíf og hvað þú heldur að þú ættir að endast lengi? Eru það áhyggjur um að vera ekki nógu góður í rúminu og hræðsla um að valda maka eða hjásvæfu vonbrigðum? Ef þú ert að stunda kynlíf með konu, heldur þú að samfarir, þar sem typpi fer inn í leggöng sé eina rétta leiðin til að fullnægja konu? Ef þú færð fullnægingu áður en hún - hefurðu kannski gleymt að fræðast um snípinn og hlutverk hans í fullnægingum fólks með píku? Á meðan þú skoðar þessar hugmyndir getur þú líka æft þig. Mjög einföld æfing væri þá að stunda sjálfsfróun eða kynlíf með öðrum aðila þar sem þú örvar typpið þar til þér finnst þú vera fara að fá það, og stoppar þá. Þetta gerir þú nokkrum sinnum. Þá finnst mörgum gott að færa einbeitinguna frá samförum. Ef þú færð sáðlát of brátt alltaf um leið og samfarir byrja, er ýmislegt hægt að gera áður en kemur að því. Samfarir þurfa ekki einu sinni að vera hluti af kynlífinu! Þá skulum við ekki gleyma að kynlíf þarf ekki að klárast þó þú fáir sáðlát, og margt annað hægt að gera í kjölfarið með aðilanum sem þú ert með sem lætur ykkur báðum líða betur. Gangi ykkur vel! Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Áður en skoðað er hvað sé hægt að gera við því, er gott að staldra aðeins við og pæla hvenær „réttur tími” sé í raun til að fá sáðlát. Skortur á kynfræðslu hefur því miður leitt til þess að alls konar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar kemur að kynlífi og hugmyndir um sáðlát eru ekkert út undan þar. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Allskonar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar það kemur að kynlífi. Vísir/Getty Alls konar þættir hafa áhrif á hversu fljótt fólk fær fullnægingu og sáðlát, rannsóknir benda til að meðaltalið sé um 5-7 mínútur. Munum þó að meðaltal er enginn heilagur sannleikur, það er ekkert annað en stærðfræði þar sem verið var að einfalda gögn og segir okkur yfirleitt á hvaða róli flestir eru. Þá var tímalengdin hjá þeim sem tóku þátt í þessari rannsókn allt frá minna en einni mínútu og upp í hálftíma. Skilgreiningin á „of bráðu sáðláti” er líka heldur þröng, á meðan það eru um 20-30% sem hafa áhyggjur af því að upplifa of brátt sáðlát, þá eru bara um 1-3% sem uppfylla skilyrðin um brátt sáðlát. Þau skilyrði eru mismunandi eftir hvern þú spyrð, en samkvæmt DSM-5 eru það: Alltaf eða nánast alltaf (75-100%) kynferðislegra athafna fær einstaklingurinn sáðlát innan við einni mínútu eftir samfarir í leggöng og áður en einstaklingurinn óskar þess. Hefur verið viðvarandi vandi í að minnsta kosti sex mánuði. Vandinn getur ekki verið útskýrður vegna geðræns vanda (sem er ekki kynferðislegur), sjúkdóms, aukaverkana lyfja, alvarlegs sambandsvanda eða annara streituþátta í lífinu. Þá getur vandinn að hafa of brátt sáðlát alltaf hafa verið til staðar hjá viðkomandi eða hefur þróast með tímanum. Það telst þá tæknilega ekki vera vandamál ef of brátt sáðlát á sér stað einstaka sinnum. Ef menn hafa ekki stundað kynlíf í langan tíma getur verið eðlilegt að fullnægingin komi fyrr og á styttri tíma. Ef þér finnst þetta samt vera gerast of hratt, er sannleikurinn sá að tíminn er samt alls ekkert utan marka. Til dæmis ef þér finnst að þú ættir að geta enst í klukkutíma, en færð sáðlát eftir 20 mínútur, telst það ekki vera vandi. En hvað er þá til ráða? Ef þú hefur leitað til læknis og hefur útilokað ofangreinda þætti sem gætu verið útskýringar á vandanum, þá er hægt að prófa nokkur ráð heima. Í fyrsta lagi myndi ég segja fræðsla, fræðsla, fræðsla! Það er gott að hugsa hvað sé að valda vanlíðan tengdri sáðlátinu, sama hvort slíkt myndi falla undir skilgreininguna á því að vera of brátt, en kannski ert það bara þú sem finnst það vera of brátt. Eru það hugmyndirnar þínar um kynlíf og hvað þú heldur að þú ættir að endast lengi? Eru það áhyggjur um að vera ekki nógu góður í rúminu og hræðsla um að valda maka eða hjásvæfu vonbrigðum? Ef þú ert að stunda kynlíf með konu, heldur þú að samfarir, þar sem typpi fer inn í leggöng sé eina rétta leiðin til að fullnægja konu? Ef þú færð fullnægingu áður en hún - hefurðu kannski gleymt að fræðast um snípinn og hlutverk hans í fullnægingum fólks með píku? Á meðan þú skoðar þessar hugmyndir getur þú líka æft þig. Mjög einföld æfing væri þá að stunda sjálfsfróun eða kynlíf með öðrum aðila þar sem þú örvar typpið þar til þér finnst þú vera fara að fá það, og stoppar þá. Þetta gerir þú nokkrum sinnum. Þá finnst mörgum gott að færa einbeitinguna frá samförum. Ef þú færð sáðlát of brátt alltaf um leið og samfarir byrja, er ýmislegt hægt að gera áður en kemur að því. Samfarir þurfa ekki einu sinni að vera hluti af kynlífinu! Þá skulum við ekki gleyma að kynlíf þarf ekki að klárast þó þú fáir sáðlát, og margt annað hægt að gera í kjölfarið með aðilanum sem þú ert með sem lætur ykkur báðum líða betur. Gangi ykkur vel!
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira