Íslenski boltinn

Hefur varið helming vítanna sem hann hefur reynt við í Bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frederik Schram er mjög öflugur vítamarkvörður.
Frederik Schram er mjög öflugur vítamarkvörður. Vísir/Hulda Margrét

Frederik Schram tryggði Valsmönnum stig í Bestu deildinni í gær þegar hann varði vítaspyrnu Fylkismanna í markalausu jafntefli í gærkvöld. Þetta langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Frederik hefur haft betur í glímu sinni víð vítaskyttu mótherjanna.

Fylkismenn fengu víti á 42. mínútu en Orra Sveini Stefánssyni tókst ekki að koma boltanum fram hjá Frederik sem ekki aðeins varði skotið heldur hélt boltanum.

Vítið var það fimmta sem Frederik ver í Bestu deildinni síðan hann kom til Valsmanna snemma sumarið 2022.

Frederik hefur varið helming þeirra vítaspyrna sem hann hefur reynt við eða fimm af tíu.

Þetta er fyrsta vítapsyrnan sem hann reynir við í sumar, hann varði eina af þremur í fyrra og svo þrjár af sex sumarið 2022.

Hann hefur varið frá Orra, Felixi Erni Friðrikssyni, Kaj Leo í Bartalsstovu, Emil Atlasyni og Guðmundi Magnússyni.

Þeir fimm sem hafa skorað hjá honum eru Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik), Patrik Johannesen (Keflavík), Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA), Ólafur Karl Finsen (Fylki) og Ásgeir Sigurgeirsson (KA).

  • Vítaspyrnurnar sem Frederik Schram hefur varið í Bestu deildinni:
  • Júlí 2022: Varði frá Felix Erni Friðriksyni í IBV
  • Ágúst 2022: Varði frá Kaj Leo í Bartalsstovu í ÍA
  • Ágúst 2022: Varði frá Emil Atlasyni í Stjörnunni
  • Apríl 2023: Varði frá Guðmundi Magnússyni í Fram
  • Apríl 2024: Varði frá Orra Sveini Stefánssyni í Fylki
Klippa: Frederik vítabani



Fleiri fréttir

Sjá meira


×