Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2024 16:05 Að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.” Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.”
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira