Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 14:44 Íranskir hermenn sigu um borð í flutningaskiptið í morgun og sigldu því inn í landhelgi Íran. AP Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira