Eftirmaður Rubiales liggur líka undir grun í spillingarmálinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 14:44 Pedro Rocha hefur nú stöðu sakbornings í víðamiklu mútu- og spillingarmáli. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Spillingarmál hefur skekið spænska knattspyrnusambandið undanfarnar vikur. Fyrrum forseti þess, Luis Rubiales, var handtekinn fyrir rúmri viku. Eftirmaður hans í starfi gaf vitnisburð en liggur nú einnig undir grun lögreglu fyrir brotlegt athæfi. Málið hefur tekið óvænta stefnu. Núverandi forseti, Pedro Rocha, tók við eftir að Rubiales sagði af sér síðasta haust. Hann var beðinn um vitnisburð en eftir yfirheyrslu lögreglunnar liggur hann einnig undir grun í málinu. Rannsókn lögreglu snerist upphaflega um spillingu í tengslum við spænska ofurbikarinn, sem var færður til Sádi-Arabíu árið 2019, í stjórnartíð Rubiales. Nú er talið að það teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Húsnæðisleit var gerð í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla. Luis Rubiales lét sig hverfa til Dóminíska Lýðveldisins á meðan, hann var svo handtekinn við komuna aftur til Spánar. Á sama tíma fór fram húsnæðisleit hjá spænska knattspyrnusambandinu í Madríd. Pedro Rocha ætlaði þá að sækjast eftir kjöri til forseta, hann hefur starfað sem bráðabirgðaforseti síðan í september. Búið var að kalla stjórnina til atkvæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn og í ljósi nýjustu fregna verður líklega ekkert úr þeirri atkvæðagreiðslu. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Luis Rubiales fer fyrir dómstóla þann 29. apríl, hann hefur harðlega neitað öllum ásökunum. Ekkert hefur heyrst enn frá Pedro Rocha en búast má við yfirlýsingu frá honum á næstu dögum. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Málið hefur tekið óvænta stefnu. Núverandi forseti, Pedro Rocha, tók við eftir að Rubiales sagði af sér síðasta haust. Hann var beðinn um vitnisburð en eftir yfirheyrslu lögreglunnar liggur hann einnig undir grun í málinu. Rannsókn lögreglu snerist upphaflega um spillingu í tengslum við spænska ofurbikarinn, sem var færður til Sádi-Arabíu árið 2019, í stjórnartíð Rubiales. Nú er talið að það teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Húsnæðisleit var gerð í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla. Luis Rubiales lét sig hverfa til Dóminíska Lýðveldisins á meðan, hann var svo handtekinn við komuna aftur til Spánar. Á sama tíma fór fram húsnæðisleit hjá spænska knattspyrnusambandinu í Madríd. Pedro Rocha ætlaði þá að sækjast eftir kjöri til forseta, hann hefur starfað sem bráðabirgðaforseti síðan í september. Búið var að kalla stjórnina til atkvæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn og í ljósi nýjustu fregna verður líklega ekkert úr þeirri atkvæðagreiðslu. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Luis Rubiales fer fyrir dómstóla þann 29. apríl, hann hefur harðlega neitað öllum ásökunum. Ekkert hefur heyrst enn frá Pedro Rocha en búast má við yfirlýsingu frá honum á næstu dögum.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira