Ten Hag og nýir yfirmenn hans munu leita að framherja í sumar Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 11:31 Nýir eigendur og slæmt gengi á tímabilinu hefur hleypt miklum hita undir stjórasæti Ten Hag. Ryan Jenkinson/MB Media/Getty Images Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leita að framherja og vinstri bakverði þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Hann sagði kaupstefnu félagsins undir hans stjórn hafa skilað góðum árangri en mætir hugmyndum nýrra yfirmanna sinna með opnum hug. Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira