Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 10:28 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er spennt að segja landsmönnum fréttir í opinni dagskrá á ný. vísir/vilhelm Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira