Körfubolti

„Reif mig í gang, setti gel í hárið og var bara flottur í seinni hálf­leik“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Sigurður Pétursson í leik með Keflavík
Sigurður Pétursson í leik með Keflavík vísir / hulda margrét

Keflavík tóku á móti Álftanesi í leik eitt í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri 99-92.

„Þetta er bara einn leikur af þremur. Ég er einhvern veginn ekki glaður. Það eru tveir leikir eftir, vonandi. Þannig við sjáum til. Ég varð glaður þegar að við vinnum þrjá leiki.“ Sagði Sigurður Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

Keflavík voru virkilega öflugir í fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en svo í fjórða leikhluta þá fóru þeir svolítið að leika sér að eldinum og misstu niður gott forskot.

„Við bara hættum að spila leikinn okkar. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að bæta og læra af því þetta gengur ekki. Ef við erum að keppa á móti betra liði eða þeim á heimavelli þá endar þetta illa held ég.“

Sigurður Pétursson átti stórkostlega innkomu inn í þriðja leikhluta þar sem hann setti átta stig á rúmum tveimur mínútum í upphafi leikhlutans.

„Ég var eitthvað hræddur í fyrri hálfleik en svo var skammað mig aðeins og ég bara reif mig í gang, setti gel í hárið og var bara flottur í seinni hálfleik.“

Keflavík endaði leikinn í kvöld ekki nógu vel en hverju má búast við frá liðinu í leik tvö?

„Það er bara eitthvað sem coach, eða pabbi þarf að sjá um og ræða á næstu æfingu. Það verður væntanlega bara að spila okkar leik og skoða þennan leik og læra af honum.“

Aðspurður um mikilvægi þess að verja heimavöllinn var Sigurður á því að það væri mjög mikilvægt.

„Það er mjög mikilvægt. Það er erfitt að koma hingað og ég þekki það sjálfur. Spilaði á móti Keflavík hérna með fullri stúku og það er bara drullu erfitt. Sérstaklega þegar það mæta svona margir.“

Hversu mikilvægt verður það að fá stuðning frá Keflvíkingum fyrir leik tvö?

„Það er mjög mikilvægt. Þetta er ‘game changer’ eins og í bikarnum til dæmis - Þetta er alveg ‘game changer’.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×