„Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarliðið í deildinni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:51 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í úrslitakeppni en þeirra beið tap. vísir / hulda margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira