„Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:30 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
„Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira