Enski boltinn

Kompany sektaður og dæmdur í tveggja leikja bann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kompany lét heyra í sér af hliðarlínunni
Kompany lét heyra í sér af hliðarlínunni Crystal Pix/MB Media/Getty Images

Vincent Kompany, þjálfari Burnley, var sektaður og dæmdur í tveggja leikja bann fyrir ósæmilega hegðun á hliðarlínunni og ómálefnalegra ummæla um dómara.

Málið snýst um rautt spjald sem Kompany fékk að líta í leik Burnley og Chelsea þann 30. mars þar sem liðin gerðu 2-2 jafntefli.

Þjálfarinn fékk rauða spjaldið fyrir að mótmæla vítaspyrnudómi sem leiddi til þess að Lorenz Assignon, leikmaður Burnley, var sendur af velli. Kompany gagnrýndi ákvörðunina harðlega í viðtölum eftir leik og sagði dómgæslu deildarinnar ekki nógu góða.

Ummælin voru kærð til aganefndar enska knattspyrnusambandsins, sem dæmdi Kompany í tveggja leikja bann og sektaði hann um tíu þúsund pund.

Kompany mun því missa af leik Burnley gegn Brighton um næstu helgi. Hann má taka hinn leikinn út í banni hvenær sem er á þessu ári, í deild eða bikar.

Yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×