Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 10:16 Truong My Lan í dómsal í morgun. Hún var dæmd til dauða fyrir aðkomu hennar að umfangsmesta fjársvikamáli Víetnam. AP/Thanh Tung Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur. Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt. Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt.
Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira