„Fyrst og fremst bara ljúft“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2024 12:05 Katrín Jakobsdóttir kvaddi forsætisráðuneytis í morgun og stígur nú inn í kosningabaráttu. vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira