Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 10:53 Bjarni og Þórdís voru í stíl í bláu þegar Bjarni afhendi Þórdísi lyklana að utanríkisráðuneytinu aftur. Vísir/Vilhelm „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18