Teitur til varnar Milka: Hefur pakkað mönnum saman en ekki fengið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Dominykas Milka þarf að spila vel ef Njarðvíkingar ætla að komast langt í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Anton Brink Dominykas Milka náði ekki að verða Íslandsmeistari með Keflavík en nú reynir hann að vinna titilinn með Njarðvíkurliðinu. Milka byrjar gegn liði sem hefur lítið ráðið við litháenska miðherjann í vetur. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira