Skoðun

Tæki­færin liggja á lands­byggðinni

Anton Guðmundsson skrifar

Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%.

Í ný birtum tölum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Landsbygðin á mikið inni og búum við svo vel að vera fámenn þjóð í stóru landi. það er mik­il­vægt nú sem aldrei fyrr að byggja upp sterka innviði á lands­byggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land ör­ugg­ar og greiðar sam­göng­ur og aðra þjón­ustu hins op­in­bara. Og stuðla þarf með markvissum hætti að op­in­ber störf dreif­ist jafn­ar um landið.

Lands­byggðin býður upp á auk­in lífs­gæði, auk­in tæki­færi sér­stak­lega fyr­ir ungt fólk sem hef­ur sótt sér þekk­ingu og mennt­un, lands­byggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mik­il lífs­gæði að þurfa ekki að sitja fast­ur í bíl á milli staða, koma barn­inu sínu með skjót­um hætti í leik­skóla og eiga mögu­leika á að eign­ast hús­næði á viðráðan­legu verði. Við þurf­um breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land.

Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%.

63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar og á Akureyri og nágrenni, eða 19.847 íbúar. Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna með færri en 200 íbúa.

Með sam­vinnu­hug­sjón­ir að leiðarljósi bæði efl­um við og styrkj­um lands­byggðina með því að hafa trú á lífi í öll­um byggðar­kjörn­um á Íslandi.

Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. 




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×