Heimsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:46 Gamla brýnið Jenni Hermoso er enn í fullu fjöri. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir undankeppni EM kvenna í knattspyrnu. Þá er England í góðum málum eftir fínan sigur á Írlandi. Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Spánn hóf undankeppnina fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss á gríðarlega sannfærandi 7-0 sigri á Belgíu. Sigur kvöldsins var ekki jafn stór en liðið lagði Tékkland eftir að lenda óvænt undir í síðari hálfleik. Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik. Það voru svo gestirnir sem komust yfir þökk sé marki Eliska Sonntagova á 56. mínútu. Það létu heimsmeistararnir ekki bjóða sér en tveimur mínútum síðar jafnaði María Méndez metin eftir undirbúning Alexis Putellas. Nokkrum mínútum síðar var Spánn komið yfir. Jenni Hermoso með markið eftir sendingu frá Mariona Caldentey. Hermoso þakkaði svo greiðan þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Caldentey skoraði þá þriðja mark Spánar eftir sendingu Hermoso. #WEURO2025 pic.twitter.com/tdB0nWoPSk— UEFA Women's EURO (@WEURO) April 9, 2024 Lokatölur 3-1 og Spánn með sex stig á toppi riðils 2 í A-deild. Danmörk er einnig með sex stig á meðan Tékkland og Belgía eru án stiga. Í riðli 3 komst England á sigurbraut eftir að gera 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðið gekk frá Írlandi í fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Lauren James og Alex Greenwood. Það síðara kom úr vítaspyrnu og fékk Greenwood tækifæri til að bæta þriðja markinu við en vítaspyrna hennar fór þá forgörðum. Lokatölur 2-0 Englandi í vil sem er í 2. sæti með fjögur stig á meðan Frakkland er með fullt hús stiga eftir 1-0 útisigur á Svíþjóð í kvöld. Our @AlexGreenwood! pic.twitter.com/KLowaibzyb— Lionesses (@Lionesses) April 9, 2024 Önnur úrslit Danmörk 4-2 Belgía Finnland 2-1 Ítalía Holland 1-0 Noregur
Fótbolti EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03 Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-1 | Áttu lítinn séns gegn þýska stálinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti sigursælasta lið EM frá upphafi, Þýskaland, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2025. 9. apríl 2024 18:03
Austurrískur sigur ýtti Íslandi niður í þriðja sæti Austurríki lagði Pólland 3-1 í undankeppni EM 2025 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss. Liðin eru í riðli 4 í A-deild ásamt Íslandi og Þýskalandi. Sigur Austurríkis ýtir Íslandi niður í 3. sætið en íslensku stelpurnar töpuðu 3-1 í Þýskalandi í dag. 9. apríl 2024 18:30