Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Bjarni Benediktsson segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Ný ríkisstjórn verður formlega sett í embætti á Bessastöðum í kvöld. Við förum yfir atburði dagsins og verðum í beinni þaðan.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar bera litlar væntingar til nýrrar ríkisstjórnar og íhuga jafnvel að leggja fram vantrauststillögu. Við heyrum í þingmönnum og ræðum við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í beinni.

Þá verður rætt við forstjóra lækninga á Landspítalanum sem segir sífellt fleiri ábendingar berast um að eitthvað hafi farið úrskeiðis í starfinu auk þess sem við heyrum við nýjum forstjóra Play um hlutafjárútboð og horfur í ferðaþjónustu. Í Íslandi í dag hittir Magnús Hlynur nýkrýnda rödd ársins - sem er sópransöngkona úr Borgarnesi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×