Forstjóri Persónuverndar brýtur persónuverndarákvæði Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2024 16:03 Helga Þórisdóttir þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt, miðvikudeginum fyrir Páska. Vísir/Einar Forstjóri Persónuverndar er með Facebook-auglýsingu þar sem flest persónuverndarákvæði sem hugsast getur eru brotin. „Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira