Drápu lögreglumann sem reyndi að stöðva aftöku utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 12:35 Mexíkóskir lögreglumenn við skyldustörf. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA Æstur múgur barði lögreglumann til dauða sem reyndi að koma í veg fyrir að fólkið dræpi ræningja sem bönuðu leigubílstjóra í Mexíkó. Annar lögreglumaður er alvarlega særður. Fjórir menn drápu eldri leigubílstjóra þegar þeir reyndu að ræna bíl hans í borginni Zacatelco í Tlaxcala-ríki. Nágrannar sem urðu vitni að ráninu eltu ræningjana höfðu hendur í hári tveggja þeirra og börðu þá á torgi. Þegar ríkislögreglumenn reyndu að skakka leikinn snerist múgurinn gegn þeim og misþyrmdi tveimur þeirra. Félagar þeirra náðu að bjarga öðrum lögreglumanninum sem særðist alvarlega. Múgurinn hélt hinum lengur og barði til óbóta. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarbúar í Zacatelco eru sagðir hafa lýst óánægju um að glæpamenn fái að vaða uppi án afleiðinga. Það er raunar útbreitt viðhorf í Mexíkó. Sums staðar hefur almenningur reynt að taka lögin í eigin hendur og taka meinta glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Hvergi hefur kveðið eins rammt að því og í Tlaxcala-ríki þar sem 23 tilraunir til þess að drepa illvirkja voru gerðar frá janúar til september í fyrra. Þrír menn létust. Kona sem var grunuð um að bana átta ára gamalli stúlki var barin til dauða í Guerrero-ríki i síðasta mánuði. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Fjórir menn drápu eldri leigubílstjóra þegar þeir reyndu að ræna bíl hans í borginni Zacatelco í Tlaxcala-ríki. Nágrannar sem urðu vitni að ráninu eltu ræningjana höfðu hendur í hári tveggja þeirra og börðu þá á torgi. Þegar ríkislögreglumenn reyndu að skakka leikinn snerist múgurinn gegn þeim og misþyrmdi tveimur þeirra. Félagar þeirra náðu að bjarga öðrum lögreglumanninum sem særðist alvarlega. Múgurinn hélt hinum lengur og barði til óbóta. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarbúar í Zacatelco eru sagðir hafa lýst óánægju um að glæpamenn fái að vaða uppi án afleiðinga. Það er raunar útbreitt viðhorf í Mexíkó. Sums staðar hefur almenningur reynt að taka lögin í eigin hendur og taka meinta glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Hvergi hefur kveðið eins rammt að því og í Tlaxcala-ríki þar sem 23 tilraunir til þess að drepa illvirkja voru gerðar frá janúar til september í fyrra. Þrír menn létust. Kona sem var grunuð um að bana átta ára gamalli stúlki var barin til dauða í Guerrero-ríki i síðasta mánuði.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira