Fjórðungur kennara sér ekki framtíð í kennslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2024 13:00 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Stór hluti kennara sér ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem er til umræðu á ráðstefnu Kennarasambandsins í dag. Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira