Réttarhöld í Panamaskjalamáli hafin Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 11:23 Lögmenn og starfsmenn Hæstaréttar Panama fyrir utan dómshúsið þar sem Panamaskjalamálið var tekið fyrir í dag. AP/Agustín Herrera Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni. Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Sjá meira
Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Sjá meira