Bernard Langer frestar kveðjustundinni á Masters um eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 16:01 Bernard Langer í græna jakkanum fræga en þýsku kylfingurinn vann Mastersmótið bæði 1985 og 1993. Getty/Andrew Redington Bernard Langer hefur unnið Mastersmótið í golfi tvisvar sinnum og líkt og allir fyrrum meistarar þá má hann alltaf taka þátt í risamótinu. Þýski kylfingurinn verður þó ekki með í ár. Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Masters-mótið Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn.
Masters-mótið Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira