Bernard Langer frestar kveðjustundinni á Masters um eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 16:01 Bernard Langer í græna jakkanum fræga en þýsku kylfingurinn vann Mastersmótið bæði 1985 og 1993. Getty/Andrew Redington Bernard Langer hefur unnið Mastersmótið í golfi tvisvar sinnum og líkt og allir fyrrum meistarar þá má hann alltaf taka þátt í risamótinu. Þýski kylfingurinn verður þó ekki með í ár. Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Masters-mótið Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn.
Masters-mótið Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira