Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Ekkert varð af þingfundi sem halda átti í dag með þrettán stjórnarfrumvörp á dagskránni vegna anna ráðherra við stjórnarmyndunarviðræður. Óljóst er hvort hægt verði að boða til þingfundar á morgun. Við heyrum í þingmönnum og ráðherrum um sérstaka stöðu í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Katrín Jakobsdóttir er með talsvart forskot á aðra frambjóðendur samkvæmt nýrri könnum. Við rýnum í tölurnar og stöðuna í beinni með stjórnmálafræðingnum Ólafi Þ. Harðarsyni.

Varaseðlabankastjóri telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Við ræðum við Gunnar Jakobsson sem segir að ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann hafi verið ósammála peningastefnunefnd.

Þá heyrum við í lögreglunni deildarstjóra hjá slökkviliðinu sem segir óboðlegt að fólk sé að leggja í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila og kíkjum á deildarmyrkva í beinni útsendingu. Í Íslandi í dag kíkir Sindri í heimsókn á Laufásborg og kannar hvort það sé mögulega besti leikskóli landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×