Viðskipti innlent

Ó­vænt sjötta fram­boð til stjórnar Sýnar

Atli Ísleifsson skrifar
Mariam Laperashvili var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála hjá fjártæknifyrirtækinu Standby. Hún var áður forstöðumaður markaðs- og samskiptamála fjölmiðla Sýnar.
Mariam Laperashvili var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála hjá fjártæknifyrirtækinu Standby. Hún var áður forstöðumaður markaðs- og samskiptamála fjölmiðla Sýnar. Aðsend

Mariam Laperashvili, fyrrverandi markaðsstjóri miðla hjá Sýn, hefur boðið sig fram til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd hafði áður tilkynnt um þau fimm sem lagt er til að taki sæti í stjórn.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Ljóst er að nýr stjórnarformaður verður kjörinn hjá Sýn en Jón Skaftason stjórnarformaður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

Aðalfundur Sýnar verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl klukkan 15. Eftirtalin framboð bárust innan lögboðins framboðsfrests:

Framboð til aðalstjórnar

  • Hákon Stefánsson
  • Mariam Laperashvili
  • Páll Gíslason
  • Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
  • Ragnar Páll Dyer
  • Rannveig Eir Einarsdóttir

Framboð til varastjórnar:

  • Daði Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna á heimasíðu félagsins

Framboð til tilnefningarnefndar:

Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa tvo af þremur í tilnefningarnefnd. Þriðji meðlimur í tilnefningarnefnd er tilnefndur af stjórn félagsins.

Tveir bjóða fram krafta sína til tilnefningarnefndar:

  • Guðríður Sigurðardóttir
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson

Í tilkynningu til Kauphallar segir að þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verði þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×