Körfubolti

Báðust af­sökunar á um­mælum á ÍR TV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍR-ingar eru að reyna endurheimta sæti sitt í Subway deild karla í körfubolta.
ÍR-ingar eru að reyna endurheimta sæti sitt í Subway deild karla í körfubolta. Vísir/ÍR

Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta er komin af stað og þar berjast fjögur félögum um að fylgja KR-ingum upp í Subway deild karla í körfubolta.

ÍR-ingar voru lengi vel á toppnum í vetur en misstu af deildarmeistaratitlinum á lokasprettinum.

Þeir mæta Selfossi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. ÍR vann þrettán stiga sigur í fyrsta leiknum, 100-87 en leikur tvö er á Selfossi klukkan 19.15 í kvöld.

Eftir fyrsta leikinn, sem fram fór á heimavelli ÍR, þá þurfti körfuknattleiksdeild ÍR að senda frá sér afsökunarbeiðnir vegna lýsingar á leiknum á ÍR TV. Þar talaði viðkomandi niðrandi um einn leikmann Selfossliðsins.

Hér fyrir neðan má hlusta á það af hverju ÍR-ingar þurftu að senda frá sér þessa afsökunarbeiðni.

ÍR harmar ummælin og óskar þess að þessi ummæli setji ekki meiri svip á einvígi tveggja flottra körfuboltaliða. Það má sjá yfirlýsinguna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×