Sjáðu fyrsta mark Gylfa og þegar KR skoraði beint úr hornspyrnu Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 11:32 KR og Fylkir röðuðu inn mörkum í Árbænum í gær en það voru KR-ingar sem fóru heim með stigin þrjú. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson var í aðalhlutverki í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Fyrsta mark hans í deildinni, markasúpuna í leik Fylkis og KR, og önnur mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK
Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30
Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05
Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31
Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22
Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00