Eygló hélt í jákvæðnina: „Verð orðin læknir á næstu ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 07:31 Eygló Fanndal Sturludóttir gerir sig klára fyrir snörun á heimsbikarmótinu í Phuket í gær. IWF/G. Scala Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir bætti tvö Norðurlandamet í Taílandi í gær og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Vonin lifir enn og þessi 22 ára læknanemi er ekki af baki dottinn. Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“ Lyftingar Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“
Lyftingar Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira