„Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 22:59 Atli Sigurjónsson fær hjálp frá liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað fyrir KR. Vísir/Anton Brink Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var að vonum sáttur eftir dramatískan 4-3 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“ Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“
Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31