„Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 22:59 Atli Sigurjónsson fær hjálp frá liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað fyrir KR. Vísir/Anton Brink Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var að vonum sáttur eftir dramatískan 4-3 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“ Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“
Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31