Telur ekkert að því að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti fyrir fund þeirra í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra baðst lausnar úr embætti sínu í dag til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Fráfarandi forseti segir atburðarásina ekki óheppilega en ráðherra telur ríkisstjórnina ekki falla gangi hún frá borðinu. Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira