Telur ekkert að því að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti fyrir fund þeirra í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra baðst lausnar úr embætti sínu í dag til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Fráfarandi forseti segir atburðarásina ekki óheppilega en ráðherra telur ríkisstjórnina ekki falla gangi hún frá borðinu. Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira