Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 14:54 Guðni ávarpaði fjölmiðla að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira