Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 12:10 Katrín segir afsögn sína veita Vinstri grænum svigrúm til breytinga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37
Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34