Arnar barðist við tárin eftir kveðjuleik: „Það mun svíða mjög lengi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:30 Arnar Guðjónsson sýndi miklar tilfinningar í viðtali eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Stöð 2 Sport Körfuboltaþjálfarinn Arnar Guðjónsson leyndi ekki tilfinningum sínum eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í gærkvöld. Hann gengur að vissu leyti stoltur frá borði, enda unnið fleiri titla en aðrir þjálfarar á síðustu sex árum, en kveðjutímabilið mun svíða lengi. „Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer,“ sagði Arnar eftir lokaumferð Subway-deildar karla í gær, þegar ljóst varð að Stjarnan endaði í 9. sæti. Viðtalið má sjá hér að neðan og alveg ljóst að Arnar var niðurbrotinn. Klippa: Arnar Guðjóns eftir síðasta leikinn Arnar tók við Stjörnunni sumarið 2018 og gerði liðið tvívegis að deildarmeistara og þrisvar að bikarmeistara. Fimm stórir titlar, fleiri en nokkurt annað lið á sama tíma, en sá stærsti, Íslandsmeistaratitilinn, var aldrei innan seilingar. Það að missa af úrslitakeppninni gerir svo kveðjustund Arnars: „ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Hrifinn af eftirmönnum sínum Arnar er ekki hættur störfum í Garðabæ því hann hefur stýrt bæði kvenna- og karlaliði Stjörnunnar, og á þriðjudaginn byrjar kvennaliðið úrslitakeppnina. Arnar var hins vegar einnig að vonast eftir aðstoð frá Hetti í gær, sem með sigri á Álftanesi hefði komið karlaliði Stjörnunnar í úrslitakeppnina. „Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar í næstu viku. En við [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, og ef að Valur [með fjóra stóra titla frá árinu 2018] verður ekki Íslandsmeistari erum við það lið sem á flesta stóra titla á þeim tíma sem ég er hérna. En við förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, og svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Eins og fram kom fyrst á Vísi í gær mun Baldur Þór Ragnarsson taka við karlaliði Stjörnunnar af Arnari, og Ólafur Jónas Sigurðsson við kvennaliðinu. Arnar er sáttur við það bú sem hann skilur eftir sig: „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum.“ Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
„Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer,“ sagði Arnar eftir lokaumferð Subway-deildar karla í gær, þegar ljóst varð að Stjarnan endaði í 9. sæti. Viðtalið má sjá hér að neðan og alveg ljóst að Arnar var niðurbrotinn. Klippa: Arnar Guðjóns eftir síðasta leikinn Arnar tók við Stjörnunni sumarið 2018 og gerði liðið tvívegis að deildarmeistara og þrisvar að bikarmeistara. Fimm stórir titlar, fleiri en nokkurt annað lið á sama tíma, en sá stærsti, Íslandsmeistaratitilinn, var aldrei innan seilingar. Það að missa af úrslitakeppninni gerir svo kveðjustund Arnars: „ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Hrifinn af eftirmönnum sínum Arnar er ekki hættur störfum í Garðabæ því hann hefur stýrt bæði kvenna- og karlaliði Stjörnunnar, og á þriðjudaginn byrjar kvennaliðið úrslitakeppnina. Arnar var hins vegar einnig að vonast eftir aðstoð frá Hetti í gær, sem með sigri á Álftanesi hefði komið karlaliði Stjörnunnar í úrslitakeppnina. „Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar í næstu viku. En við [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, og ef að Valur [með fjóra stóra titla frá árinu 2018] verður ekki Íslandsmeistari erum við það lið sem á flesta stóra titla á þeim tíma sem ég er hérna. En við förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, og svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Eins og fram kom fyrst á Vísi í gær mun Baldur Þór Ragnarsson taka við karlaliði Stjörnunnar af Arnari, og Ólafur Jónas Sigurðsson við kvennaliðinu. Arnar er sáttur við það bú sem hann skilur eftir sig: „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum.“
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47
Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00