Uppselt í dag þó leikið sé snemma: „Ekki leiktíminn sem ég myndi velja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:01 Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið á Kópavogsvelli, þar sem Ísland mætir Póllandi í dag. vísir/Hulda Margrét „Þetta er ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Póllandi á Kópavogsvelli í dag, í fyrsta leik í undankeppni EM. Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Leikurinn hefst snemma, eða klukkan 16:45, og það er vegna þeirrar slæmu aðstöðu sem íslensk fótboltalandslið búa við hér á landi. Eini völlurinn með nægilega sterkum flóðljósum, sem standast kröfur UEFA, er Laugardalsvöllur sem ekki er tilbúinn fyrir landsleik á þessum árstíma. Þess vegna þarf að spila snemma til að næg birta sé. Stelpurnar okkar hefja því leið sína á EM í Sviss með því að spila við Pólland á gervigrasinu í Kópavogi, um það leyti sem vinnu lýkur hjá mörgum. Leikurinn hefst þó á skárri tíma en þegar Ísland mætti Serbíu í lok febrúar, klukkan 14:30 á þriðjudegi, og vann 2-1 í umspili um sæti í A-deild undankeppni EM. Á þann leik mættu 798 áhorfendur, samkvæmt vef KSÍ, en von er á fleirum í dag því uppselt er á leikinn. Stóra stúkan á Kópavogsvelli rúmar 1.340 manns. Klippa: Glódís um leiktímann í dag Glódís var spurð út í tímasetningu leiksins á blaðamannafundi í gær en þá höfðu innan við 1.000 miðar selst. „Það væri örugglega betra að spila seinna, upp á að fleiri gætu komið á völlinn, en ég held að við séum aftur komin út í umræðu um þessa UEFA-standarda og það allt. Ég nenni eiginlega ekki að ræða það,“ sagði Glódís á fundinum í gær og bætti við: „Þetta þarf bara að verða betra. Þá værum við vonandi bara að spila undir flóðljósum um kvöld með fulla stúku. Það er alltaf það sem maður vill.“ Glódís þekkir það vel að spila fyrir framan fjölda áhorfenda með Bayern München og er til að mynda von á 50.000 áhorfendum á bikarúrslitaleik liðsins við Wolfsburg í næsta mánuði. Leikur Íslands og Póllands verður í beinni textalýsingu á Vísi og hann hefst eins og fyrr segir klukkan 16:45.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira