Tólf ára árásarmaðurinn segist sjá eftir gjörðum sínum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 22:50 Tólf ára drengur var skotinn til bana og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega. AP/Roni Rekomaa Tólf ára árásarmaðurinn sem hóf skothríð í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi á þriðjudaginn segist sjá eftir gjörðum sínum. Lögregla yfirheyrði hann í gær og mun yfirheyrsla halda áfram ótímabundið. Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka. Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka.
Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16