„Vorum svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 21:25 Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann sterkan sex stiga sigur er liðið tók á móti Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 106-100. Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30