„Vorum svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 21:25 Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann sterkan sex stiga sigur er liðið tók á móti Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 106-100. Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30